Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Mikð að gera hjá Sigþrúði og stöllum hennar í Kvennaathvarfi: „Heimilisofbeldið aukist í Covid“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er mikið að gera hjá Kvennaathvarfinu þessa dagana en starfskonur leita allra leiða til að búa íbúum gott og öruggt heimili.

Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir erfitt að segja til um hver ástæðan sé. „Hér eru reyndar barnmargar konur núna svo að það hefur vissulega áhrif.”

Sigþrúður segir að Kvennaathvarfið hafi tekist á við Covid bylgur með margs konar aðgerðum. „Við höfum leigt húsnæði til að skipta upp hópum svo og gripið til aðgerða innan húss til að halda athvarfinu smitfríu“.

„Við vitum að það eru vísbendingar um að heimilisofbeldi hafi aukist í Covid faraldrinum, þær upplýsingar höfum við fengið bæði frá lögreglu og barnaverndaryfirvöldum. En það er erfitt að segja til um hvort aðsóknin sé vegna aukins ofbeldis eða hvort sé um að ræða að konur séu duglegri að leita sér aðstoðar.”

Ljós í myrkinu

Sigþrúður segir að þegar Covid skall á hafi hún óttast aukið heimilisofbeldi en það hafi komið ánægjulega á óvart hversu duglegir allir viðbragðsaðilar hafi verið að tengja Covid og heimilisofbeldi saman.

- Auglýsing -

„Eiginlega alveg frá byrjun má segja að yfirvöld hafi gert sér grein fyrir þessari áhættu og komið þeim skilaboðum út í þjóðfélagið með auglýsingum, á blaðamannafundum og viðtölum svo fátt eitt sé nefnt.” Að sögn Sigþrúðar er fátt gott að segja um Covid faraldurinn en þarna sé þó ljós í myrkrinu, upplýsingagjöf hafi aukist og í kjölfarið séu  konur meðvitaðri og leitað sér frekar hjálpar. „Við vitum að lítill hluti kvenna sem verða fyrir heimilisofbeldi leita til okkar. En því fleiri sem vita af okkur, því betra.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -