Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-9 C
Reykjavik

Mike Pence sagður vilja heimsækja Ísland

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er sagður áhugasamur um að koma í opinbera heimsókn til Íslands í haust. Fyrirhuguð heimsókn hefur verið rædd innan ríkisstjórnarinnar.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun Pence hafa óskað eftir því við íslensk stjórnvöld að koma til Íslands í fyrrihluta septembermánaðar. Túlkar blaðið ósk varaforsetans sem vísbendingu um að aukin þíða sé komin í samskipti Íslands og Bandaríkjanna á nýjan leik.

Pence sat á þingi fyrir Repúblíkanaflokkinn á árunum 2000 til 2013 áður en hann varð ríkisstjóri í heimaríki sínu, Indiana. Hann var varaforsetaefni Donalds Trump í forsetakosningunum 2016. Pence er afar trúaaður og sem ríkisstjóri undirritaði hann frumvörp sem takmörkuðu réttinn til fóstureyðinga.

Sjaldgæft er að svo háttsettir embættismenn heimsæki Ísland. Þannig var Ronald Reagan síðasti forsetinn til að heimsækja Ísland á meðan hann sat í embætti. Það var árið 1986 en þremur árum áður hafði varaforsetinn George Bush eldri heimsótt landið. Bush kom reyndar aftur til Íslands eftir að hann lét af embætti forseta rétt eins og Clinton hjónin árið 2004.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -