Sunnudagur 24. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Mike Pence telur samkynja hjónabönd valda „samfélagslegu hruni”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur ótal sinnum talað opinberlega gegn réttindum samkynhneigðra og er samkvæmt eigin skilreiningu: „Kristinn, íhaldssamur og Repúblikani. Í þessari röð.” Þá hefur hann meðal annars haldið því fram að hjónabönd samkynhneigðra boði samfélagslegt hrun og að kynhneigð sé val.

 

Pence mun koma í opinbera heimsókn til Íslands 3. september næstkomandi en Samtökin ‘78 hafa harðlega gagnrýnt heimsóknina. Formaður samtakanna, Þorbjörg Þorvaldsdóttir, hefur bent á að allan stjórnmálaferil sinn hefur Pence unnið gegn réttindum hinsegin fólks: „Pence kom inn í fulltrúaþing Bandaríkjanna 2001 og varð ríkisstjóri Indiana frá 2013-2016. Allan þann tíma hefur hann unnið gegn hinsegin réttindum beint og óbeint,“ sagði Þorbjörg í Morgunútvarpinu á Rás 2 fyrir stuttu. „Hann er svo sannarlega enginn bandamaður og hreinlega illgjörðamaður.“

Time hefur tekið saman nokkur ummæli og aðgerðir sem Pence hefur framkvæmt gegn réttindum samkynhneigðra.

Í ræðu árið 2006 sagði hann að „samfélagslegt hrun kæmi vegna spillingar á hjónaböndum og fjölskyldu.” Bann gegn hjónaböndum samkynhneigðra væri ekki mismunun heldur í samræmi við „vilja Guðs.” Þá sagði hann samkynhneigð vera val.

Sjá einnig: Mike Pence tilkynnir opinbera heimsókn til Íslands

Kaus gegn vernd gegn mismunun vegna kynhneigðar

- Auglýsing -

Árið 2007 var lagt fram frumvarp á Bandaríska þinginu sem myndi banna mismunun á vinnustöðum á grundvelli kynhneigðar. Pence kaus gegn frumvarpinu og sagði það „stríða gegn trúarfrelsi á vinnustöðum.” Þingið samþykkti að lokum frumvarpið árið 2013 en féll síðar í Hvíta húsinu. Pence fór í gagnstæða átt á tímabili sínu sem ríkisstjóri Indiana. Árið 2015 undirritaði hann lög þar sem fólki var gert frjálst að mismuna samkynhneigðum á grundvelli trúarskoðana.

Vildi reka hinsegin sem opinberar kynhneigð sína úr hernum

Pence var mikill stuðningsmaður stefnu Bandaríska hersins „Dont Ask, Dont Tell.” Stefnan, sem var samþykkt af ríkisstjórn Bill Clinton árið 1994, bannaði samkynheigðum og tvíkynhneigðum hermönnum að opinbera kynhneigð sína. Pence sagði í viðtali við CNN árið 2010 að herinn væri ekki vettvangur til að „prófa sig áfram.” Stefnan var felld niður árið 2011.

- Auglýsing -

 

Í maí 2016 skipaði ríkisstjórn Barack Obama skólum að breyta reglum tengdum salernissnotkun. Hvíta húsið fyrirskipaði að óheimilt væri að banna transfólki að nota salerni í samræmi við sjálfsmynd. „Ríkisstjórnin á ekkert með að blanda sér í svona mál,” sagði Pence þegar hann mótmælti aðgerðunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -