Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Mike Pence tilkynnir opinbera heimsókn til Íslands

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun koma í opinbera heimsókn til Íslands 3. september næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Hvíta Hússins. Heimsóknin er hluti af stærra ferðalagi en hann mun einnig fara til Bretlands og Írlands.

Pence mun leggja áherslu á landfræðilegt mikilvægi Íslands á Norðurskautinu og aðgerðir NATO gegn auknum áhrifum Rússa á svæðinu. Þá verður einnig rætt tækifæri í viðskiptum og frekar fjárfestingu milli landanna.

Samtökin ‘78 hafa talað gegn heimsókn Pence til Íslands. Formaður samtakanna, Þorbjörg Þorvaldsdóttir, hefur bent á að allan stjórnmálaferil sinn hefur Pence unnið gegn réttindum hinsegin fólks.

„Pence kom inn í fulltrúaþing Bandaríkjanna 2001 og varð ríkisstjóri Indiana frá 2013-2016. Allan þann tíma hefur hann unnið gegn hinsegin réttindum beint og óbeint,“ sagði Þorbjörg í Morgunútvarpinu á Rás 2 fyrir stuttu „Hann er svo sannarlega enginn bandamaður og hreinlega illgjörðamaður.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -