Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Mikið af skotvopnum á Íslandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þegar hugsað er til áhættu af alvarlegum skotárásum á Íslandi ber að hafa í huga að rúmlega 72.000 skotvopn eru skráð á Íslandi samkvæmt skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra frá 2015. Þar segir jafnframt að þessi vopn séu í eigu 27.249 einstaklinga. Jafnframt er vitað að fjöldi óskráðra vopna er í umferð.

Samkvæmt úttekt sem gefin var út fyrir um ári síðan í tengslum við Small Arms Survey sem er viðamikil rannsókn um fjölda skotvopna í umferð í heiminum kemur fram að Ísland er í 10. sæti yfir fjölda skotvopna í eigu almennings. Í úttektinni kemur fram að á Íslandi eru 31 byssa á hverja 100 íbúa.

„Þetta eru stórhættuleg vopn í höndum óvita.“

Í Mannlífi fyrr sumar var haft eftir Árna Loga Sigurbjörnssyni byssusafnara að hann vissi til þess að um 70-80 þúsund byssur væru skráðar á landinu en aðeins 15-20 þúsund manns með gild skotvopnaleyfi. Árni var gagnrýninn á regluverk um skotvopnaleyfi fyrir skammbyssur á Íslandi. „Þetta eru stórhættuleg vopn í höndum óvita, og það er tilfellið að það eru margir óvitar sem eru að kaupa þetta. Ég bara veit það, ég er að umgangast þessa menn, og er m.a. að gera við byssurnar þeirra. Sumir þeirra og allt of margir eru búnir að fá skammbyssu upp í hendurnar, út á það að vera meðlimir í skotfélagi en jafnframt, sjást þeir aldrei á skotsvæðunum, þeir eru bara í skúmaskotum með skammbyssurnar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -