Ari Ólafsson steig á svið í Altice Arena-höllinni í Lissabon í gær á svokölluðu dómararennsli, sem er ætlað fyrir dómnefndir allra landanna sem taka þátt. Stig dómnefndar gilda helming á móti símakosningu.
Eins og sést í meðfylgjandi myndbandi, þó gæðin séu ekki sem best, var klappað mikið fyrir Ara á rennslinu og er mál manna að hann hafi neglt flutninginn uppá 10.
Sjá einnig: Þú gætir grætt fúlgur fjár með því að veðja á Our Choice.
Veðbankar og Eurovision-spekúlantar eru hins vegar sammála um að Ari nái ekki upp úr undanriðilinum. Það sé þó ekki vegna þess að Ari sé lélegur söngvari heldur sé lagið óspennandi.
Útsending á Eurovision hefst klukkan 19 í kvöld á RÚV og er Ari annar á stóra sviðið.
Mynd / Andres Putting (Eurovision.tv)