Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Mikið kvartað undan umferðartöfum í gær

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margt fólk hafði samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna umferðartafa sem urðu vegna malbikunarvinnu. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þar kemur fram að margt fólk hafi lýst yfir óánægju sinni með framkvæmdir á Kleppsmýrarvegi en framkvæmdirnar ollu miklum töfum í umferð. Lögreglan brást við með því að stýra umferð á svæðinu í nokkra klukkutíma.

Þess má geta að í dag verða áfram framkvæmdir á götum víða í borginni. „Og viðbúið að því fylgi einhver óþægindi fyrir vegfarendur, sem eru beðnir um að sýna þolinmæði og tillitssemi. Vinnuflokkar verða því víða að störfum, m.a. á Hallsvegi í Grafarvogi (á milli Langarima og Gullinbrúar/Strandvegar), í Vatnagörðum (á milli Sundagarða og Sægarða) og í Mjölnisholti og á Lindargötu. Vegfarendur eru áfram beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin, sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum,“ segir meðal annars í tilkynningu frá lögreglu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -