Á laugardaginn opnaði Albumm.is á ný með breyttu útliti, breyttum áherslum og nýjum samstarfsaðila. Albumm og Mannlíf eru komin í samstarf og í sameiningu ætla þau að gefa íslenskri tónlist og menningu háværa rödd.
Öllu þessu var fagnað rækilega á Blackbox Pizzeria í Borgartúni og er óhætt að segja að stemningin hafi verið frábær. Á boðstólnum voru eldbakaðar pizzur eins og þú gast í þig látið, fljótandi veigar frá Ölgerðinni og eðal tónar frá meistara Agzilla. „Blacbox var stappaður af frábæru fólki og erum við hjá Albumm í skýjunum með viðtökurnar og stuðninginn. Þó Albumm sé orðið fjögurra ára má segja að við erum rétt að byrja því nóg er framundan.“
Albumm er einnig byrjað með AlbummTV og ríkir mikil spenna yfir því en mikið af vefþáttum um íslenska tónlist og menningur eru í framleiðslu.
Ljósmyndarinn Ómar Sverrisson mæti á opnunina og tók hann þessar frábæru ljósmyndir.