Föstudagur 10. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Vonbrigði að ekki sé slakað á takmörkunum á landamærunum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) eru hagsmunasamtök fyrirtækja sem starfa í ferðaþjónustu, en þau lýsa óánægju sinni með sóttvarnaraðgerðir á landamærunum í dag.

„Það eru mikil vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ákveðið að slaka ekki á takmörkunum á landamærum í dag samhliða hraðari afléttingu innanlands. Nú er komin upp sú staða að öll sóttkví hefur verið afnumin vegna smita innanlands, þeim sem hafa verið útsettir fyrir smiti er ekki skylt að viðhafa smitgát og þeir sem eru í sóttkví þurfa ekki að undirgangast próf til að losna. Þessar reglur gilda án tillits til bólusetningarstöðu.

Samt sem áður er enn krafist neikvæðs prófs af bólusettum ferðamönnum á leið til landsins sem er í algerri andstöðu við fyrrgreindar reglur. Einnig er enn krafist sóttkvíar og tvöfaldrar skimunar af óbólusettum á landamærunum. Nú er því komið upp hrópandi ósamræmi milli sóttvarnakrafna innanlands og á landamærum.

SAF benda enn og aftur á að það er algerlega óásættanlegt að landamærahindrunum sé viðhaldið þegar gögn, rök og ákvarðanir stjórnvalda sýna að hægt sé að létta hratt á sóttvörnum án mikillar hættu á ofálagi á heilbrigðiskerfið.

SAF ítreka fyrri ábendingar um að Alþjóða helibrigðisstofnunin WHO hvetur nú ríki heims til að afnema landamærahindranir, enda nái þær ekki tilgangi sínum heldur valdi efnahagslegum og samfélagslegum skaða, sérstaklega gagnvart ferðaþjónustu. Það er sannarlega staðan á Íslandi í dag.

#SAF2022 #ferðaþjónustan #viðspyrnan #landamærahindranir

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -