Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, svo mikill að ekki gafst tími til þess að skrá niður í dagbóklögreglu.
Hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var einnig mikill erill að vanda. Síðastliðin sólarhring var farið í 122 sjúkraflutninga, þar af 32 forgangsflutninga og voru fjórir af þeim í tengdum við rafhlaupahjól.
Sjúkrabíll var skemmdur í miðbæ Reykjavíkur þegar flösku var kastað í rúðu hans með þeim afleiðingum að hún brotnaði.
Dælubílar slökkviliðsins fóru þá í þrjú útköll en þau töldust öll minniháttar.