- Auglýsing -
Lögreglunni barst tilkynning í gærkvöldi um að kona gæti hafa farið í sjóinn við Norðurbakka í Hafnarfirði. Þá mætti slökkviliðið á svæðið auk björgunarsveita. Kafarar voru einnig tilbúnir með báta. Rétt fyrir miðnætti var konunnar enn leitað og leitaraðilar að kanna aðstæður. Konan fannst heil á húfi stuttu eftir miðnætti, hvergi nálægt sjónum.
Lögreglan stöðvaði fjóra ökumenn í gærkvöldi og nótt. Allir voru þeir grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna.
Þá gistu alls fimm fangaklefa lögreglu.