- Auglýsing -
Afar hvasst hefur verið í dag og fram á kvöld á svæðinu í kringum Kollafjörð. Húsbílar hafa verið hætt komnir í sterkum vindhviðum.
Á svæði Útilegumannsins á Tungumelum í Mosfellsbæ tókust að minnsta kosti tvö hjólhýsi á loft og stórskemmdust.
Þegar Mannlíf átti leið um svæðið laust fyrir klukkan 22:00 var enn mikill vindur en veðurspá gerir ráð fyrir 12-13 metrum á sekúndu á höfuðborgarsvæðinu á morgun.