Mánudagur 13. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

„Mikilvægast að brúðarkjóllinn endurspegli persónuleika viðkomandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eyrún Birna Jónsdóttir kjólaklæðskeri rekur fyrirtækið Brúðarkjólar – Eyrún Birna en hún hannar, oft í samvinnu við tilvonandi brúðir og sérsaumar brúðarkjóla sem eru rómantískir og í bóhemstíl. Eyrún Birna, sem segist leggja áherslu á hreyfingu og flæði í kjólunum, er alltaf með augun opin fyrir fallegum efnum og blúndum sem hún notar í kjólana.

Eyrún Birna Jónsdóttir, brúðarkjólahönnuður og kjólaklæðskeri.

Eyrún Birna Jónsdóttir, brúðarkjólahönnuður og kjólaklæðskeri, rekur fyrirtækið Brúðarkjólar – Eyrún Birna og er með vinnustofu við Nýbýlaveg 6. Hún stofnaði fyrirtækið í fyrra og þeim fjölgar sífellt tilvonandi íslensku brúðunum sem vilja sérsaumaðan brúðarkjól.

„Ég hef alla tíð heillast af brúðarkjólum. Það er eitthvað svo sérstakt við brúðarkjólinn manns, enda sá kjóll sem konan klæðist á einum mikilvægasta degi lífsins. Kjóllinn á að draga fram það besta í hverri brúður og passa fullkomlega. Ég sérsauma hvern og einn kjól og hanna þá í samráði við kúnnann. Ég býð upp á aðeins látlausari kjóla sem eru ólíkir stífum og hefðbundnum brúðarkjólum; kjólarnir mínir eru klæðilegir, úr þægilegum efnum og líkjast kannski meira þeim flíkum sem við klæðumst dags daglega.“

Eyrún Birna saumar oft óhefðbundna brúðarkjóla og hefur hún saumað brúðarkjóla í ýmsum litum. „Ég sauma ekki bara hvíta brúðarkjóla; þeir geta verið í hvaða lit sem er, jafnvel svörtum. Mér finnst mikilvægast að brúðarkjóllinn endurspegli persónuleika viðkomandi brúður og að hún geti fengið að tjá sig á sinn hátt. Það er engin ein uppskrift að hinum fullkomna brúðarkjól.“

Það er engin ein uppskrift að hinum fullkomna brúðarkjól.

Hún segir að oft séu tilvonandi brúðir með ákveðnar hugmyndir og þá vinni hún út frá þeim. Eftir það taka við nokkrar mátanir. „Það er mjög skemmtilegt, eftirminnilegt og persónulegt ferli að láta sérsauma á sig kjól. Þetta samspil fagmannsins og kúnnans er svo mikilvægt.“

Eyrún Birna segist alltaf vera með augun opin fyrir fallegum efnum og blúndum. „Mér finnst mikilvægt að bjóða upp á fjölbreytt efnisvali, því við búum á litlu landi og viljum helst ekki allar vera í eins brúðarkjólunum. Ég hef í gegnum tíðina heillast af fallegum blúndum og hekli. Ég hef oft notað gamla dúka eða gardínur í kjóla. Þá er hægt að sauma einstakan kjól sem á engan sér líkan.“

- Auglýsing -

Eyrún er á Facebook undir Brúðarkjólar – Eyrún Birna.

 Myndir / Ruth Ásgeirsdóttir

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -