Alma D. Möller, landlæknir, segir kórónaveiruna sem getur valdið COVID-19 vera mjög smitandi og þess vegna þurfi fólk að halda áfram að gæta hreinlætis. Þetta lagði hún áherslu á á upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í dag.
Alma sagði að enn væri nokkuð óljóst hversu lengi veiran getur lifað á yfirborði snertiflata. Þórólfur Guðnason, landlæknir, hefur sagt að það fari eftir yfirborði flatarins og eins hitastigi en að talið sé að veiran geti lifaði í allt frá nokkrum klukkustundum upp í nokkra daga.
Alma sagði að þess vegna séu heilbrigðisyfirvöld að leggja mikla áherslu á að fólk haldi áfram að þvo á sér hendurnar reglulega og nota handspritt, sérstaklega eftir að hafa snert sameiginlega snertifleti.
Hún segir mikilvægt að fyrirtækjaeigendur sjái til þess að greiðsluposar, snertiskjáir og takkar sem viðskiptavinir þurfa að nota séu þrifnir reglulega.
Á fundinum voru fyrirtækjaeigendur hvattir til að taka allar snertilausar lausnir í notkun þegar það er möguleiki. Þá hafa almannavarnayfirvöld kallað eftir að upphæðir sem hægt er að greiða með snertilausum lausnum verði hækkaðar svo að fólk þurfi síður að snerta greiðsluposa.