Föstudagur 22. nóvember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Miklu magni flugelda stolið frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi – „Tjónið er gríðarlegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jólafríið snýst að mestu um kærleika og frið. Ljóst er að ekki voru allir á þeim nótum í jólafríinu því brotist var inn í húsnæði Hjálparsveitar skáta í Kópavogi nú um jólin og miklu magni flugelda stolið frá sveitinni. Flugeldarnir voru geymdir í læstum gám fyrir utan björgunarmiðstöð sveitarinnar á Kársnesi, og var brotist inn í hann og heilu bretti af flugeldum stolið.

„Verðmæti flugeldanna er að minnsta kosti tvær milljónir króna og tjónið er gríðarlegt,“ segir Aðalsteinn Maack, formaður Hjálparsveitar skáta í Kópavogi. Flugeldasala er ein helsta tekjulind sveitarinnar, líkt og annarra björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Flugeldunum sem var stolið eru stórar tertur, þar af margar sérmerktar Hjálparsveit skáta í Kópavogi, svokölluð afmælisterta sveitarinnar sem var keypt inn í takmörkuðu magni, en sveitin fagnaði 50 ára afmæli sínu 4. nóvember. „„Skottertur sem við létum merkja okkur sérstaklega í tilefni 50 ára afmælisins. Þær eru auðþekkjanlegar og eiga ekkert að vera í sölu. Þannig að ef einhver er að bjóða slíkt, þá er augljóst að það er illa fengið. Alla vega fyrir 28. desember,“ segir Aðalsteinn.

Tjónið er ekki síður tilfinningalegt fyrir meðlimi sveitarinnar eins og fram kemur á Facebook-síðu hennar, sem hafa unnið hörðum höndum allan desember mánuð í sjálfboðavinnu að undirbúningi flugeldasölunnar, en í Hjálparsveit skáta í Kópavogi eru um 400 meðlimir.

Síðustu menn yfirgáfu húsnæði sveitarinnar á aðfangadag eftir leit við erfiðar aðstæður á Suðurlandi.
Þegar komið var í húsnæðið í dag kom þjófnaðurinn í ljós, ljóst er því að þjófurinn eða þjófarnir hafa athafnað sig á þessum tíma. „Við vorum í útkalli á aðfangadag. Þá voru undanfarar frá okkur að síga í Dyrhólaey. Við teljum að þá hafi þetta verið á sínum stað. Þannig að þjófnaðurinn hefur átt sér stað frá Þorláksmessukvöldi og þangað til í morgun.“

Hjálparsveit skáta biður  alla þá sem hafa einhverjar upplýsingar um málið að hafa samband við lögreglu, en einnig má senda skilaboð í gegnum Facebook-síðu sveitarinnar.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -