Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

„Miklu minna talað um nauðganir á karlmönnum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þrír karlmenn sem eiga það sameiginlegt að hafa verið nauðgað segja sögur sínar í nýjasta tölublaði Mannlífs sem kemur út á morgun. Þeir segja umræðuna um karlmenn sem fórnarlömb nauðgana enn vera í molum sem valdi því að karlar óttist að stíga fram og segja frá reynslu sinni.

„Það er miklu minna talað um nauðganir á karlmönnum. Sú umræða er nokkrum árum á eftir, kannski skiljanlega af því þetta hefur verið svo mikið tabú í umræðunni. Það er sennilega aðeins minna tabú fyrir mig sem samkynhneigðan mann að tala um það en ég held að gagnkynhneigðir karlmenn sem hafa lent í því sama eða svipuðu eigi mun erfiðara með að segja frá. Það þykir mér mjög leitt og vona að það breytist sem fyrst. Það þarf að opna umræðuna um þetta og það er ein af ástæðum þess að ég samþykkti að koma í þetta viðtal,“ segir einn viðmælandinn.

„Það þarf að opna þá umræðu meira og karlmenn þurfa að vera óhræddari við að stíga fram,” segir annar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -