Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Milljarðar færðir til í Grindavík – Börnin skipta á milli sín togurunum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bylting verður í rekstri stórfyrirtækisins Þorbjarnar hf. í Grindavík um mánaðarmótin þegar börn stofnendanna skipta á milli sín togurum fyrirtækisins. Þetta kemur í framhaldi þess að landvinnslu fyrirtækisins í Grindavík er hætt.

Gunnar Tómasson, einn eigenda Þorbjarnar, upplýsti þetta í samtali við Morgunblaðið. Fram kemur að þrír hópar barna skipta á milli sín skipum og kvóta sem eru gríðarleg verðmæti. Hver hópur verður með sjálfstæða starfsemi í fyrirtækjum sem eru milljarðavirði.

„Niðurstaða eig­enda Þor­bjarn­ar hf. var sú að skipta fyr­ir­tæk­inu upp í þrjú rekstr­ar­fé­lög, sem hvert og eitt ein­blín­ir á út­gerð eins skips. Eign­ar­hald fyr­ir­tækj­anna þriggja verður það sama og er í Þor­birni hf,“ segir Gunnar við Morgunblaðið.

Synir Gunnars Tómassonar taka við út­gerð togarans Hrafns Svein­bjarna­son­ar GK með því sem til­heyr­ir, svo sem veiðiheim­ild­um.

Syn­ir Ei­ríks Tóm­as­son­ar heit­ins, verða með rekst­ur Tóm­as­ar Þor­valds­son­ar GK.

Gerður Sig­ríður Tóm­as­dótt­ir og syn­ir henn­ar hafa með hönd­um rekst­ur þriðja fyr­ir­tæk­is­ins sem mun gera út nýtt skip, Huldu Björns­dótt­ur GK.

- Auglýsing -
Nýja skipið, Hulda Björnsdóttir GK, fellur í hlut Gerðar Tómasdóttur og barna hennar. Mynd: Reynir Traustason.

Gunnar útskýrir þessa breytingu með því að breytingin sé gerð til þess að fleiri fjölskyldumeðlimir komist að í rekstrinum.

„Svo var komið að marg­ir í okk­ar fjöl­skyldu vildu taka þátt í rekstri Þor­bjarn­ar og svo all­ir fengju að njóta sín var farið í þessa upp­skipt­ingu, sem nú er að kom­ast til fram­kvæmda. Vissu­lega töp­um við ein­hverri sam­legð og hagræðingu með þess­ari ráðstöf­un, en fáum í staðinn meðal ann­ars starfs­krafta ungs fólks með kraft og nýj­ar hug­mynd­ir,“ seg­ir Gunn­ar við Morgunblaðið.

Faðir Gunnars, Tómas Þorvaldsson, stofnaði fyrirtækið á sínum tíma. Það er í dag eitt af stærstu fyrirtækjum landsins í sjávarútvegi.

- Auglýsing -

Samherji hf. fór ekki ólíka leið þegar fyrirtækinu var skipt upp í þágu barna stofnendanna sem fengu afhent gríðarleg auðævi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -