Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að áframhaldandi suðaustan strekkingur og væta verði ráðandi sunnan- og vestanlands í dag, en annars hægari vindur og bjartviðri. Hlýtt verður á landinu og hiti allt að 15 stigum í dag.
„Lægir í kvöld og dregur úr úrkomu í nótt. Hægir vindar í vikunni, bjart með köflum og fremur milt vorveður í öllum landshlutum,“ segir á spánni.
Veðurhorfur næsta sólarhringinn:
Suðaustan 8-15 m/s, rigning og súld með köflum, en heldur hægari vindur og að mestu bjart norðan- og austantil. Lægir í kvöld, breytileg átt, 3-8 m/s og bjartviðri á morgun, en stöku skúrir um landið vestanvert. Hiti 5 til 15 stig yfir daginn.