„Er ekki eitthvað öfugsnúið við að minni dósin sé dýrari en sú stærri?“segir Sædís inn á grúppunni Vertu á verði á Facebook. Þar er átt við Ora maískorn í Hagkaup en þar kostar 1/4 dós 349 krónur en 1/2 dós 329 krónur. Minni dósin er dýrari. Mannlíf kannaði einnig verð á sömu vöru í öðrum verslunum. Hjá Nettó kostar 1/4 dós 270 krónur en 1/2 dós 269 krónur. Krónan selur eingöngu Ora maískorn í 1/2 dós og kostar það sama og í Nettó 270 krónur.
„Er búinn sjá þetta á ýmis konar vörum og verslunum í mörg ár. Þetta stuðlar að mikilli matarsóun. Þetta þarf að laga svo fólk þurfi ekki kaupa meira magn en það þarf og henda rest. Sumt er ekki hægt að frysta og geyma,“bætir annar við.
Mannlíf fékk eftirfarandi svar frá Samkaupum: Þessar vörur koma á nánast sama verði frá birgja svo þær eru mjög svipaðar í verðlagningu hjá okkur.
Blaðamaður Mannlífs leitaði einnig viðbragða hjá Ora/Íslensk ameríska en ekkert svar barst.