Minna þessir strigaskór þig á eitthvað ákveðið bakkelsi? Mögulega smjördeigshorn eða croissant eins og það heitir á frummálinu?
Bakarinn Dominique Ansel komst fyrst á kortið þegar hann kynnti fólk fyrir bakkelsi sem hann kallar cronut. Það er samsuða af smjördeigshorni (croissant) og kleinuhring (donut). En Ansel er nú kominn í hönnunarbransann og frumraun hans í þeim bransa eru strigaskór sem hann gerði í samstarfi við skómerkið Koio. Parið kostar 348 dollara, sem gerir um 43.000 krónur.
Að hans sögn eru skórnir innblásnir af hinu fullkomna croissanti. Þessu er sagt frá á vefnum Fast Company
Ansel er þekktur fyrir að hafa mikinn metnað í starfi sínu sem bakari og bakaríseigandi. Þá leggur hann mikla áherslu á að hvert og eitt croissant sem selt er í bakaríum hans sé fullkomið.
Ansel tekur fram að þó að mikil orka hafði farið í að hanna útlit skónna þá var mikil áhersla lögð á að skórnir væru einnig þægilegir.