Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Minnir á að jólin eru erfiðasti tími ársins fyrir suma

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Friðrika Benónýsdóttir skrifar um jólin í sinn nýjasta pistil. Í pistlinum minnir hún á að jólin eru ekki gleðileg hjá öllum.

„Í þessari kröfu um gleði og fullkomnun vill oft gleymast að fyrir marga eru jólin erfiðasti tími ársins,“ skrifar Friðrika.

Hún tekur fólk sem hefur misst ástvini sem dæmi. „Þeir sem misst hafa ástvini, hvað þá börnin sín, syrgja aldrei heitar en um jólin sem eru þeirri náttúru gædd að fá fólk til að rifja upp gamla tíma sem fyrrnefndir ástvinir tóku þátt í og finna enn sárar fyrir missi þeirra en dagsdaglega. Fæstir fá þó að sinna sorginni í friði, það vill enginn neitt væl um jólin.“

Hún segir þessa kröfu um að allir haldi „fullkomin“ jól vera hættulega.

„Þessi krafa er hættuleg, eins og fjölmargir sérfræðingar hafa bent á, og sýnir ótrúlega lítinn skilning á því langa og dökka ferli sem sorgin er,“ skrifar Friðrika.

Pistil sinn endar hún á að hvetja fólk til að gefa öðrum rými til að finna sína leið til að njóta jólahátíðarinnar með sínum hætti. „Gefum fólki leyfi til þess.“

- Auglýsing -

Lestu pistil hennar í heild sinni hérna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -