Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Minnisblað um WOW Air fær ekki að líta dagsins ljós

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Minnisblað sem sýndi efnahagsleg áhrif af mögulegri rekstrarstöðvun WOW Air mun ekki koma fyrir sjónir almennings. Minnisblaðið varpar ljósi á mögulega atburðarás sem ríkisstjórnin stóð frammi fyrir áður en flugfélagið varð gjaldþrota.

Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál, en fréttastjóri fjölmiðils hafði kært synjun ráðuneytisins til nefndarinnar. Umrætt minnisblað ber titilinn „Efnahagsleg áhrif af mögulegri rekstrarstöðvun WOW air“ og er dagsett 26. mars, tveimur dögum áður en tilkynnt var um gjaldþrot WOW.

Í rökstuðningi fjölmiðilsins segir að ekki sé ástæða til að halda minnisblaðinu leyndu lengur þar sem WOW air hafi farið í þrot. Stjórnvöld hafi því ekki hagsmuni af því að halda umræddum gögnum frá almenningi. Hins vegar sé það mikið hagsmunamál fyrir almenning að geta séð hvaða valkostum stjórnvöld stóðu frammi fyrir í aðdaganda gjaldþrots WOW og hvaða ráðgjöf þau fengu um efnahagslegar afleiðingar mismunandi kosta.

Ráðuneytið byggði synjun sína á 6. grein upplýsingalaga þar sem sérstaklega er tiltekið að aðgangur að gögnum nái ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og skjala sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Nefndin fékk umrætt minnisblað til skoðunar og er það niðurstaða hennar að skjalið beri það ótvírætt með sér að hafa verið tekið saman fyrir ráðherranefnd. Þess vegna hafi ráðuneytinu verið heimilt að synja umræddum fjölmiðli um aðgang að því, óháð því hvort efni þess varði almannahagsmuni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -