Í gær settu Colin Brady og Sajid Sadpara, minnisplatta um John Snorra og föður Sajid, Ali Sadpara á Gilkey minnisvarðanum, sem er staður við fjallsrætur K2 þar sem manna sem horfið/látist hafa við að reyna að sigra fjallið ógurlega, er minnst. Minningarreiturinn er nefndur eftir Arthur Karr Gilkey sem lést á K2 þann 10. ágúst 1953. John Snorri, Ali Sadpara og Juan Pablo hurfu þann 5. febrúar á þessu ári, eins og kunnugt er þegar þeir gerðu tilraun til þess að klífa fjallið K2. 18. febrúar voru þeir taldir af þegar leit af mönnunum bar engan árangur. Nú í næstu viku ætla nokkrir menn að klífa K2 í von um að finna vísbendingar um hvað gerðist þegar John Snorri og félagar hurfu. Sonur Ali Sadpara, Sajid verður í þeim hópi.
Á instagram setur Colin Brady innlegg um málið og segir meðal annars (textinn er upprunalega á ensku):
„Mér finnst eins og það hafi verið í gær, að ég faðmaði þessa hugrökku menn, þessa örlagaríku nótt í búðunum númer þrjú á K2 og óskaði þeim velfarnaðar og öruggrar heimkomu þegar þeir klifruðu inn í nóttina“.