Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Minnisplattar settir upp á Gilkey og hópur á leiðinni á K2 að leita vísbendinga um hvarfið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í gær settu Colin Brady og Sajid Sadpara, minnisplatta um John Snorra og föður Sajid, Ali Sadpara á Gilkey minnisvarðanum, sem er staður við fjallsrætur K2 þar sem manna sem horfið/látist hafa við að reyna að sigra fjallið ógurlega, er minnst. Minningarreiturinn er nefndur eftir Arthur Karr Gilkey sem lést á K2 þann 10. ágúst 1953. John Snorri, Ali Sadpara og Juan Pablo hurfu þann 5. febrúar á þessu ári, eins og kunnugt er þegar þeir gerðu tilraun til þess að klífa fjallið K2. 18. febrúar voru þeir taldir af þegar leit af mönnunum bar engan árangur. Nú í næstu viku ætla nokkrir menn að klífa K2 í von um að finna vísbendingar um hvað gerðist þegar John Snorri og félagar hurfu. Sonur Ali Sadpara, Sajid verður í þeim hópi.

Sajid með minnisplattann um John Snorra Instagram
Plattinn hans Ali Sadpara           Instagram

 

Á instagram setur Colin Brady innlegg um málið og segir meðal annars (textinn er upprunalega á ensku):

„Mér finnst eins og það hafi verið í gær, að ég faðmaði þessa hugrökku menn, þessa örlagaríku nótt í búðunum númer þrjú á K2 og óskaði þeim velfarnaðar og öruggrar heimkomu þegar þeir klifruðu inn í nóttina“.

 

Colin Brady við Gilkey minnisvarðan Instagram
Juan Pablo Twitter

 

- Auglýsing -
 Colin Brady, segir einnig í færslunni að í næstu viku ætla nokkrir hugrakkir klifurmenn að klifra hátt upp fjallið K2 í þeirri von að finna fleiri vísbendingar um hvað fór úrskeiðis þessa örlagaríku nótt. Með í þeim leiðangri verður Sajid Sadpara, sem var með John Snorra og föður sínum, Ali Sadpara, í þeirra ferð, en var einn af þeim sem snéri við og hefur sennilega sloppið lifandi vegna þeirrar ákvörðunar sinnar. Hann mun nú freista þess að finna vísbendingar um það hvað kom fyrir þá John Snorra og Ali Sadpara. Colin endar á því að segja að hann óski þeim velfarnaðar og öruggrar heimkomu.
John Snorri og Sadpara feðgarnir Twitter
John Snorri og Ali Sadpara

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -