Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Misbrestur á eftirliti leiktækja á Íslandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ástandsskoðun leiktækja á leikvöllum er ábótavant. Herdís Storgaard sem um árabil hefur unnið að slysavörnum barna segir að stjórnvöld hafi ekki áhuga á málaflokknum.

Herdís L. Storgaard, forstöðumaður Miðstöðvar slysavarna barna.

„Þetta er misjafnt eftir sveitarfélögum. Eftir árlega skoðun á að gera úttekt og laga það sem út af stendur. Þótt slys verði, málið skoðað og niðurstaðan sú að hlutum sé ábótavant þá er oft lítið gert,“ segir Herdís L. Storgaard, forstöðumaður Miðstöðvar slysavarna barna.

Ástandsskoðun leiktækja á að gera einu sinni á ári. Rekstraraðilar tækjanna, leikskólar og skólastjórnendur, eiga að sinna eftirlitinu. Löggildingarstofa hefur eftirlit með því að leikvallatæki á markaði uppfylli settar reglur um öryggi en heilbrigðisnefndir hafa eftirlit með því að farið sé að ákvæðum reglna um notkun leikvallatækja og öryggi leiksvæða. Misbrestur er á þessu að sögn Herdísar. Hún segir jafnframt reglugerð um leiktæki og leiksvæði úrelda.

„Dæmi um þetta eru slysin sem urðu vegna lausra fótboltamarka og voru algeng á árum áður. Slysin gátu orðið mjög ljót. Börnin fóru á spítala, lögregla kom á staðinn og skoðaði aðstæður. En ekkert gerðist í kjölfarið.“

„Vandamálið á Íslandi er að stjórnvöld hafa ekki tekið upp og skilgreint slys. Slys er þegar einhver slasar sig. Þá fer ákveðið ferli í gang, samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Dæmi um þetta eru slysin sem urðu vegna lausra fótboltamarka og voru algeng á árum áður. Slysin gátu orðið mjög ljót. Börnin fóru á spítala, lögregla kom á staðinn og skoðaði aðstæður. En ekkert gerðist í kjölfarið,“ segir Herdís og leggur áherslu á að öðru máli gegni um umferðarslys en þar eru viðurlög. Herdís segir engan mun eiga að gera á slysum vegna leiktækja og slysa í umferðinni.

„Slys er slys og það er alltaf einhver sem er ábyrgur. En vegna þess að slys eru ekki skilgreind þá geta foreldrar ekkert gert þegar börn þegar slasast á leiktækjum.“

Stjórnvöld áhugalaus

Ástæðuna fyrir þessum slugsahætti segir Herdís vera þá að stjórnvöld og fleiri hafi engan áhuga á öryggismálum barna. „Ég vann á slysadeild og sá afleiðingarnar af slysum sem börn lentu í. Það voru slys sem áttu ekki að gerast ef hlutirnir væru í lagi. Drukknun barna var til dæmis algengasta dánarorsök þeirra þegar ég byrjaði fyrir næstum 30 árum en þá drukknuðu 3 til 6 börn á hverju ári, flest í sundlaugum. Ég lagði líf og sál í verkefnið. Öryggismál í sundlaugum voru í molum. Við náðum gífurlegum árangri. Með bættu öryggi í sundlaugum er nú fátítt að börn drukkni. En nú óttast ég að sé tekið að fjara undan mörgum verkefnunum. Stjórnvöld hafa ekki áhuga á öryggismálum barna og enginn vinnur í málaflokknum nema ég. Það geri ég án styrkja frá hinu opinbera. Aðeins Sjóvá og IKEA styrkja mig,“ segir Herdís.

- Auglýsing -

______________________________________________________________

    1. KAFLI 14. GR Í REGLUGERÐ UM UM ÖRYGGI LEIKVALLATÆKJA OG LEIKSVÆÐA OG EFTIRLIT MEÐ ÞEIM Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða sektum hvort sem þau eru framin af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Sé um stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot að ræða skulu þau að auki varða fangelsi allt að fjórum árum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -