Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Missti fótanna í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta er í rauninni hálfleikur. Þessi niðurstaða Hæstaréttar og í raun með hvaða hætti endurupptökunefndin og saksóknarinn settu þetta upp er hneisa, að mínu mati. Þau höfðu tækifæri til að laga málið allt saman og hreinsa allt málið en þau fóru bara hálfa leið,“ segir Sigursteinn Másson um niðurstöðuna í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Hann telur, þrátt fyrir að fimmenningarnir hafi verið sýknaðir í Hæstarétti, að málinu sé enn ólokið.

Árið 1996 hóf Sigursteinn gerð heimildamynda um málið eftir að einn sakborninganna, Sævar Ciesielski, bankaði óvænt upp hjá honum eitt kvöldið. Þessi heimsókn átti eftir að vera afdrifarík, bæði hvað málið varðar og hann sjálfan. Við gerð þáttanna gerði geðröskun í fyrsta skipti vart við sig og markaði sjúkdómurinn djúp spor í lífi hans næstu árin á eftir.

Sigursteinn gerir upp Guðmundar- og Geirfinnsmálið og baráttu sína við geðhvörf í ítarlegu viðtali við Mannlíf sem kemur út í fyrramálið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -