Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Mistök í greiningu ná mögulega mörg ár aftur í tímann – Tvær konur látnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Grunur leikur á að mistök við greiningu krabbameinssýna hjá Krabbameinsfélaginu nái aftur til ársins 2013. Málum tveggja kvenna sem nú eru látnar af völdum leghálskrabbameins verður vísað til embætti landlæknis.

Sævar Þór Jónsson lögmaður er með fimm mál sem tengjast skimunum á sínu borði en alls hafa honum borist um 20 fyrirspurnir vegna slíkra mála. Vísbendingar eru um að mistök hafi verið gerð við greiningu sýna hjá Krabbameinsfélaginu í mörg ár. Eitt málanna sem Sævar Þór vinnur að varðar konu, sem nú er látin, er fór í skimun árið 2013 og var ekki tekin til nánari skoðunar þrátt fyrir að tilefni hafi verið til þess. Konan fór í skimun árið 2013 og lést 2017. Þá er lögmaðurinn einnig með mál konu sem fór í skimun árið 2016 og er einnig látin af völdum krabbameins.

„Það er auðvitað mjög sorglegt að vita til þess að konur i blóma lífsins hafi fallið frá, hugsanlega vegna mistaka. Af þessum fimm málum eru þrjár konur látnar. Ein er alvarlega veik og önnur er í meðferð,“ sagði Sævar Þór í samtali við RÚV.

Sökin viðurkennd

Krabbameinsfélagið endurskoðar nú sýni frá þúsundum kvenna. Mistök i krabbameinsskimun komust í hámæli eftir að kona greindist með krabbamein þrátt f yrir að hafa farið í leghálsskimun árið 2018 og í þeirri skimun kom ekkert athugavert fram. Krabbameinsfélagið hefur viðurkennt mistök sín í málinu og nú er tryggingafélag þess að meta skaðabætur vegna mistakanna.

„Það hefur  verið viðurkennt af hendi Krabbameinsfélagsins að þar hafi átt sér stað mistök. Og þar af leiðandi er þetta borðleggjandi. Við erum búin að setja okkur í samband við tryggingafélag Krabbameinsfélagsins og það er verið að vinna það mál í samstarfi við Krabbameinsfélagið og tryggingafélag þess“ sagði Sævar Þór.

Margvaraði við

- Auglýsing -

„Ég margvaraði við þessu og það er hrikalega sorglegt að þetta kosti alvarleg veikindi og mannslíf,“ sagði Kristján Oddsson, kvensjúkdómalæknir og fyrrverandi forstjóri Krabbameinsfélags Íslands, sem telur sig hafa verið rekinn fyrir að vara við þeim alvarlegu afleiðingum sem fyrirkomulag krabbameinsskimunar kvenna gæti haft í för með sér. Hann getur alls ekki glaðst yfir að hafa haft rétt fyrir sér.

„Ég er afskaplega sorgmæddur yfir örlögum sem hefðu kannski ekki þurft að verða. Ég man nú varla hversu mörg minnisblöðin voru sem ég sendi og varaði við. Ég benti á að starfsemin gengi gegn hagsmunum kvenna og gætu haft alvarlegar afleiðingar fyrir líf og heilsu þeirra. Ég var rekinn þremur vikum síðar en því miður hefur þetta allt saman raungerst,“ segir Kristján.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -