Mánudagur 13. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

„Mjög erfitt fyrir fólk að viðurkenna að það sé í ofbeldissambandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir fullorðna þolendur ofbeldis, segir sífellt fleiri þolendur ofbeldis í nánum samböndum leita sér aðstoðar, sérstaklega hafi það færst í vöxt að karlmenn leiti til miðstöðvarinnar.

 

Í forsíðuviðtali við Mannlíf ræðir hún um starf Bjarkarhlíðar, þolendurna sem þangað leita og hversu algengt heimilisofbeldi er á Íslandi.

Er fólki sem til ykkar leitar alltaf ráðlagt að koma sér út úr ofbeldissambandinu?

„Við mætum fólki alltaf á þess eigin forsendum,“ segir Ragna ákveðin. „Það er mjög erfitt fyrir fólk að viðurkenna að það sé í ofbeldissambandi, að það sé ekki bara eitthvað sem kemur fyrir aðra. Það getur verið gríðarlega erfitt ferli að viðurkenna að svona er staðan. Þá þarf fólk fræðslu og upplýsingar um eðlileg viðbrögð og aðstoð við að sjá að hegðun ofbeldismannsins mun ekki breytast. Fólkið sem til okkar leitar fær upplýsingar frá lögreglu, fær að ráðfæra sig við lögfræðinga og við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa fólki að taka upplýsta ákvörðun sem hentar því.“

Hvað telur Ragna að sé helst til ráða til að draga úr ofbeldi innan náinna sambanda?

„Það þarf að leggja meiri áherslu á forvarnarþáttinn,“ segir hún. „Ástæðan fyrir því að við erum í samstarfi við lögregluna er að reyna að auka vitundarvakningu, bæta rannsóknir og viðbrögð í útköllum og síðan að koma í veg fyrir að ofbeldið endurtaki sig. Ef fólk er tilbúið til að viðurkenna að það sé beitt ofbeldi og sækja sér hjálp er það að taka skref til þess að rjúfa þennan vítahring og vonandi að minnka líkurnar á því að sæta ofbeldi aftur. Síðan er Heimilisfriður verkefni á vegum velferðarráðuneytisins og þar er boðið upp á meðferð fyrir ofbeldisfólk, bæði í einstaklingsviðtölum og hópameðferð, og það hefur orðið mikil aukning í því að fólk sæki í þetta úrræði. Það að ofbeldisfólk viðurkenni að það beiti ofbeldi og sæki sér hjálp er liður í að rjúfa þann vítahring sem ofbeldi í nánum samböndum er og vonandi verður vitundarvakning í þeim málum líka á næstunni.“

- Auglýsing -

Lesa má viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -