Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
4.4 C
Reykjavik

Erfitt að bæta náttúruhamförum við hjá Landspítala: ,,Staðan mjög þung og engin laus pláss“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
,,Bráðamóttaka Landspítalans er yfirfull og legudeildir sömuleiðis og því er geta til að taka á móti mörgum slösuðum, til dæmis eftir hópslys, skert, að sögn Hjalta Más Björnssonar, yfirlæknis bráðalækninga á spítalanum.“ Svo segir í viðtali RÚV við Hjálta Má.
 ,,Því hefur verið beint til fólks að leita frekar á heilsugæslu eða læknavakt, en á bráðamóttöku, vegna vægra slysa eða minniháttar veikinda. Margir sjúklingar bíða á bráðamóttökunni eftir að komast á legudeildir spítalans, þar sem einnig er þröngt.“

Hjalti Már segir að Landspítalinn sé með mjög ítarlegar viðbragðsáætlanir sem að gera ráð fyrir rýmingu bráðamóttökunnar og legudeilda útkalli starfsfólks til þess að sinna slíkum viðburði. Hann kveðst því hafa fulla trú á því að Landspítalinn geti sinnt slíku ef til þess kæmi. „En að því sögðu þá er náttúrulega viðbragðsgeta ekki jafn góð og hún ætti að vera þar sem að það eru í dag engin pláss laus í dag á Landspítalanum, þannig að svigrúm okkar til þess að bregðast við mögulegu hópslysi eða náttúruhamförum sem myndi valda miklu aðstreymi slasaðra á spítalann er skert og ekki jafn gott og það ætti að vera,“ segir hann.

Staðan þung á bráðamóttöku

Staðan á bráðamóttökunni er þung þessa dagana, að sögn Hjalta Más. Þar eru nítján sjúklingar sem bíða innlagnar, þar af eru sjö sem hafa beðið lengur en í sólarhring. „Það er ekki bara á bráðamóttökunni því að staðan á legudeildum er líka einnig mjög þung og þær eru flestar fullar eða talsvert yfir skilgreindri getu og þess vegna er það bara einfaldlega þannig að það eru ekki tilbúin legudeildarpláss á Landspítalanum fyrir þá sem þess þurfa.“

Þeim tilmælum hefur verið beint til fólks að ef það er með minniháttar veikindi eða meiðsli sem ekki eru bráð að leita frekar til heilsugæslu eða Læknavaktarinnar. Hjalti Már segir að ef fólk sé með bráð veikindi eða hafi grun um að eitthvað alvarlegt sé að, eigi það ekki að hika við að koma á bráðamóttökuna þar sem starfsfólk leggi sig fram um að veita eins góða þjónustu og hægt er miðað við ástandið.

Minna um inflúensu en oft áður

Ekki eru fleiri sem leita á bráðamóttökuna þessa dagana en alla jafna og segir Hjalti Már að fjöldinn sé svipaður og í venjulegu árferði. Þá sé heldur minna um inflúensu en oft áður, en gerst hefur að hún hafi skapað mikið álag á þessum árstíma. Það er því fráflæðisvandinn sem skapar ástandið núna. „Það virðist vera þannig að það eru ekki nægilega mörg pláss til að annast þá sem að þurfa innlögn á sjúkrahús eða hjúkrunarheimili,“ segir Hjalti Már. Það séu tugir einstaklinga á Landspítalanum núna inniliggjandi sem hafi lokið virkri meðferð og fái ekki pláss á hjúkrunarheimilum og það síðan valdi því að sjúklingar á Bráðamóttöku, sem að þurfi innlögn komist ekki á legudeildir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -