Laugardagur 4. janúar, 2025
-5.2 C
Reykjavik

Móðir Bergs Snæs opnar stuðningssetur fyrir ungt fólk

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigurþóra Bergsdóttir, móðir Bergs Snæs Sigurþóruson, sem lést árið 2016, þá 19 ára gamall, er að setja á laggirnar hjálparúrræði fyrir ungt fólk.

„Í dag er dánardagurinn hans Bergs Snæs míns, en hann fór þann 18. mars 2016. Í dag er líka dagurinn þar sem við skrifuðum undir leigusamning um Suðurgötu 10 í Reykjavík þar sem við ætlum að setja á stofn Bergið okkar. Bergið Headspace þar sem ungt fólk getur komið án skilyrða þar sem tekið verður á móti þeim með hlýju og skilning.“ Þetta skrifar Sigurþóra Bergsdóttir, móðir Bergs Snæs Sigurþóruson sem var nítján ára gamall þegar hann féll fyrir eigin hendi.

Sigurþóra segir frá Berginu Headspace, það sem hún kallar stuðningssetur, á Facebook. „Við viljum finna orkunni farveg, finna leiðir til að bæta líðan og finna tilgang,“ skrifar hún. Hún bætir við að það sé táknrænt að nota þennan dag til að setja stuðningssetrið á laggirnar.

„Það er táknrænt að nota dagsetningu á versta degi lífs míns í að leggja drög að úrræði sem mun vonandi hjálpa ungmennum dagsins í dag og til framtíðar. Nú hefst vinnan fyrir alvöru og þurfum við að leita til ykkar allra um að hjálpa okkur til að láta þennan draum rætast.“

Sigurþóra tekur fram í færslunni að nú vanti fólk og fjármuni til að fullkomna verkið.

„Við munum þurfa húsgögn, tölvubúnað, húsbúnað. Okkur vantar fólk til að vinna að breytingu á húsnæðinu og hjálpa til við að koma Berginu af stað. Okkur vantar líka sjálfboðaliða í móttöku og að manna vefspjall og fleira,“ skrifar hún meðal annars.

Þeir sem vilja styrkja verkefnið er bent á reikninginn: 0301-26-4030, kennitala er 431018-0200.

- Auglýsing -

Færslu Sigurþóru má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -