Brotist var inn í fyrirtæki og stolið fjármunum úr afgreiðslukassa; voru öryggismyndavélar á staðnum þar sem þjófnaðurinn sést – og er málið í rannsókn.
Þá gekk maður að lögreglubifreið í miðborginni; hrópandi fúkyrðum að lögreglumönnum og gaf þeim óviðeigandi merki með þumli og löngutöng; viðkomandi barði svo í lögreglubifreiðina, var svo handtekinn vegna brots á lögreglusamþykkt. Við öryggisleit á honum fannst síðan meint LSD. Aðilanum var sleppt að lokinni vettvangsskýrslu.
Ökumaður var stöðvaður í umferðinni við umferðareftirlit; er bifreiðin stöðvaði virtist ökumaður og farþegi skipta um sæti og báðir aðilar virtust vera undir áhrifum fíkniefna; voru þeir báðir handteknir grunaðir um aksturinn. Báðir aðilarnir voru einnig sviptir ökuréttindum þar sem hnífur og meint fíkniefni fundust á öðrum þeirra; vistaðir í klefa í þágu rannsóknar málsins.
Móðir hafði samband við lögreglu vegna líkamsárásar á son hennar í Mjóddinni. Samkvæmt móðurinni voru það þrír drengir er réðust á son hennar með höggum í andlitið og reyndu að hafa af honum úlpuna sem hann var í, en þó án árangurs; drengurinn var með áverka í andliti eftir árásina. Haft var uppi á einum af sakborningunum; allir aðilar máls eru undir sakhæfisaldri. Málið er í rannsókn.