Mánudagur 25. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Móðir minnist sonar síns sem lést í Mexíkó: „Tár­in flæða að skrifa þessi orð, elsku Atli“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Móðir Atla Þórs Ólafs­sonar minnist sonar síns í dag en hann lést í Mexíkó í síðasta mánuði. Hann var þar búsettur undanfarin þrjú ár ásamt þarlendri unnustu sinni. Atli Þór var 36 ára gamall er hann lést.

Atla Þór er minnst í Morgunblaðinu í dag. Þar segir móðir hans, Brynja Höskuldsdóttir, það þyngra en tárum taki að skrifa minningarorð um son sinn. „Elsku fal­legi dreng­ur­inn minn. Það er meira en tár­um taki að setj­ast niður og skrifa minn­ing­ar­orð um þig. Þú þessi góði dreng­ur sem mátt­ir ekk­ert aumt sjá, sama hvort það voru menn eða dýr. Það var alltaf sterk­ur streng­ur á milli okk­ar. Þú sagðir oft að ef eitt­hvað kom upp á hjá þér brást það ekki að sím­inn hringdi og mamma var í sím­an­um. Ég fann á mér ef þér leið illa, þýddi ekk­ert að leyna mig því. Svona vor­um við elsku karl­inn minn. Ég á svo góðar minn­ing­ar um þig sem ég geymi í hjarta mínu. Vona að þú sért sátt­ur og líði vel. Elska þig,“ segir Brynja.

Atli Þór fæddist 22. apríl á sjúkrahúsinu á Ísafirði. Hann lést í Mexíkó 18. september síðastliðinn. Atli átti tvær systur, þær Hjördísi Ernu og Írisi Ösp. Síðustu ár hafði hann verið lengi búsettur erlendis, í Danmörku, á Spáni og nú síðast í Mexíkó frá árinu 2017.

Atli bjó síðustu ár í Mexíkó. Mynd / Skjáskot Facebook.

Áður en hann flutti til Mexíkó bjó Atli Þór um hríð á Íslandi. Þess minnist Hrefna frænka hans. „Símtal snemma á laugardagsmorgni í september líður ekki úr minni. Að fá þær fréttir að Atli væri látinn. Elsku Atli sem mér þykir svo óskap­lega vænt um, svo hlýr og hlát­ur­mild­ur, hann hafði svo inni­leg­an og smit­andi hlát­ur. Ég er búin að vera í lífi hans frá því hann fædd­ist, auðvitað mis­mikið eins og geng­ur. Við oft hvort í sínu land­inu, hann bú­inn að búa í Dan­mörku, Spáni og nú síðast í Mexí­kó. Minn­ing­arn­ar streyma fram. Dag­ur­inn sem hann fædd­ist sem bar upp á páska­dag það árið. Hon­um fannst spenn­andi að gista hjá okk­ur Sigga, þótt við byggj­um þá heima hjá mömmu og pabba. Hann gat verið frek­ar fyr­ir­ferðar­mik­ill þegar hann svaf, kom fyr­ir að Siggi flúði um miðja nótt,“ segir Hrefna og bætir við:

„Spán­ar­ferðin þegar ég og mamma kom­um þangað. Hann sner­ist í kring­um okk­ur. Þegar Spán­ar­ferðin var í und­ir­bún­ingi spurði ég Atla hvað hann langaði í frá Íslandi. Hann var ekki lengi að hugsa sig um, rúg­brauð, mar­in­eraða síld og mat­ar­kex. Hann vantaði sár­lega mat­ar­kex, það sem hann ljómaði þegar ég kom með þetta. Hann gaf sko eng­um með sér, þetta átti bara hann. Tár­in flæða að skrifa þessi orð, elsku Atli, ég trúi að þú sért kom­inn á góðan stað, um­vaf­inn fólk­inu okk­ar sem þú ert bú­inn að sam­ein­ast í sum­ar­land­inu.“

Friðrik Hagalín Smára­son minnist góðs vinar síns með fallegum orðum. „Ég trúi þessu varla enn þá. Lang­ar svo mikið til að hafa sam­band við þig en get það ekki, því nú er það orðið of seint. Atli var góður vin­ur og á milli okk­ar voru alltaf sterk­ar taug­ar. Þó ólík­ir vær­um var sam­band okk­ar alltaf sterkt. Hann átti sér stað í hjarta mínu og ég er viss um það hafi verið gagn­kvæmt. Já, Atli var svo sann­ar­lega traust­ur vin­ur. Við áttum mjög gott tímabil þegar við fórum báðir í AA og huguðum mikið að andlegum málefnum, tímabil sem mótaði mig og gerði að þeim manni sem ég er í dag. En því miður féllst þú aftur og þá varð bara ekki aftur snúið. Þú fluttir frá Ísafirði til Reykjavíkur, til Danmerkur, Barcelona, aftur til Reykjavíkur og endaðir svo í Mexíkó. Þú naust þín vel á nýjum stöðum en svo fljótlega virtist allt fara í kaldakol,“ segir Friðrik sem segir marga munu sakna vinar síns.

- Auglýsing -

„Atli var alltaf í góðu skapi, sæt­ur og hress. Maður sem lifði fyr­ir líðandi stundu. Þess­ir eig­in­leik­ar gerðu hann afar kven­sam­an. Hann átti marg­ar kær­ust­ur og nokkr­ar vin­kon­ur í gegn­um tíðina og marg­ar þeirra syrgja hann í dag. Nú­ver­andi kær­asta hans heit­ir Hedna Gal. Vil ég sér­stak­lega votta henni mína innstu samúð.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -