Sunnudagur 12. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Móðir Þórhildar: „Vakti furðu að Guðni hafi rætt við okkur um sættir á meðan rannsókn stóð yfir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Móðir Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur, Karen Jenny Heiðarsdóttir, segir í samtali við Stundina að Guðni Bergsson, þáverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, hafi leitað eftir sáttum við hana og föður Þórhildar.

Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, steig fram í fréttum Sjónvarpsins. Hún varð fyrir ofbeldi landsliðsmanns.

Þórhildur Gyða er konan sem lagði fram kæru á hendur Kolbeini Sigþórssyni fyrrverandi landsliðsmanni í knattspyrnu.

Karen segir að hún „hafi furðað sig á því þar sem lögreglurannsókn var enn í gangi. Það vakti furðu okkar að formaður KSÍ hafi rætt við okkur um möguleika á sáttum.“
Að mati Karenar sýnir þetta að aðkoma KSÍ og formanni þess að sáttarferlinu var meiri en áður hefur komið fram.
Í samtali við Stundina taldi Guðni Bergsson ekki óeðlilegt að hann hafi leitað sátta og að hann vilji almennt ekki tjá sig um málið; tók þó fram að honum hafi fundist aðkoma sín á þessum tímapunkti hafa verið eðlileg.
„Mér finnst ekki óeðlilegt að það hafi borið á góma í þessu samtali.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -