Laugardagur 21. september, 2024
9 C
Reykjavik

Móðir dó eftir að dætur hennar rákust á hana á sæþotu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Frönsk 48 ára móðir lést af slysförum þegar sæþota hennar og 16 ára tvíburadætra hennar rákust saman. Móðirin var með eiginmanni sínum á þotunni en dæturnar á annarri en atvikið átti sér stað þann 4. ágúst í Gironde í suðvesturhluta Frakklands. Hún fékk alvarlegt höfuðhögg og lést nokkrum klukkustundum eftir komu á sjúkrahús. Bæði maðurinn og dæturnar sluppu með minniháttar meiðsli en voru lögð inn vegna mikils áfalls. Fjölskyldan var undir handleiðslu kennara á sæþotunum en í frönskum lögum segir að einungis 16 ára og eldri megi nota sæþotur, og einungis ef kennari er viðstaddur. Fjölskyldan kastaðist af þotunum við áreksturinn.

Sysið varð við Arcachon flóa í Frakklandi.

Málið er nú rannsakað en hvorki er vitað hvort notaðir voru hjálmar né hversu miklum hraða þoturnar voru á. Enginn verður þó ákærður fyrir dauða móðurinnar og enginn grunaður um nokkuð saknæmt

Aukning hefur verið á sæþotu slysum í Frakklandi en í fyrra voru 55 slys skráð, samanborið við 34 árið 2022.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -