Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Algjört hrun í Hádegismóum – Mogginn með færri lesendur en Stundin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Morgunblaðið er komið undir Stundina í lestri með 9,5 prósenta lestur í hópi Reykvíkinga á aldrinum 20 til 50 ára, eins mikilvægasta markaðshópsins,  en Stundin með 10,5 prósenta lestur. Þetta kemur fram í nýrri könnun frá Gallup. Morgunblaðið hefur hrapað í lestri um 3,3 prósentustig á milli kannana. Það samsvarar því að blaðið hafi misst fjórðung lesenda sinna. Þetta gerist þrátt fyrir að aldreifing er á blaðinu einu sinni í viku á höfuðborgarsvæðinu. Lestur blaðsins er vart svipur hjá sjón ef miðað er við fyrri ár þegar það kom inn á heimili langflestra landsmanna. Fréttablaðið er með 26,4 prósent lestur í sama hópi.

Á aldursbilinu 40-49 ára eru aðeins 3,3 prósent heimila fólks með áskrift, Svipuð niðurstaða er aldurshópnum 30 til 39 ára eða 3,4. Aftur á móti er þriðjungur fólks á aldrinum 60 til 80 ára með áskrift. Könnun Gallup leiðir í ljós að Mogginn er stöðugt að missa lesendur sína. Einna best gengur blaðinu á meðal eldra fólks. Af lesendum á aldursbilinu 60 til 80 ára lesa um 40 prósent blaðið að einhverju marki. Þar er blaðið þó langt undir Fréttablaðinu sem er með 54 prósent lestur. Því skal þó haldið til haga að Fréttablaðið er í aldreifingu þegar það kemur út en Mogginn er háður áskrifendum sínum nema á fimmtudögum þegar því er dreift óheft. Tvöfalt meiri lestur er á Mogganum á fimmtudegi en þriðjudegi. Það skýrist af því að blaðið er gefið inn á hvert heimili.

Morgunblaðið var á árum áður risinn á blaðamarkaði og nánast inni á hverju heimili. Nú er staðan sú að fæstir sjá blaðið. Undanfarin ár hefur tapið á Morgunblaðinu verið himinhátt. Til að bjarga útgáfunni frá því að fara í þrot undir ritstjórn Davíðs Oddssonar hefur Guðbjörg Matthíasdóttir, athafnakona frá Vestmannaeyjum, bjargað rekstrinum með því að dæla inn stórfé með reglubundnum hætti. Guðbjörg auðgaðist mjög á kvótaeign. Þá styrkir ríkið útgáfuna veglega með svonefndum fjölmiðlastyrk.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -