Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Mogginn rekinn með tapi um árabil: Fékk 100 milljónir af almannafé og keypti höfuðstöðvarnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, er búið að kaupa fasteigina að Hádegismóum 4 af fasteignafélaginu Regin, samkvæmt heimildum Mannlífs. Kaupin vekja mikla athygli þar sem Morgunblaðið og tengdir miðlar hafa verið reknir með miklu tapi undanfarin ár og þurft stöðuga innspýtingu frá eigendum sínum. Á síðustu tveimur árum hefur félagið tapaði hátt í hálfum milljarði króna. Stjórnendur félagsins gáfu út fyrr á árinu að tapið hefði einungis verið um 70 milljónir króna árið 2021 og fögnuðu því að viðsnúningur hefði orðið. Þegar félagið sendi inn ársreikning sinn kom á daginn að tapið var þrefalt meira eða um 210 milljónir króna. Kjarninn sagði frá þessu. 

Talið er að verðið á húsnæðinu í Hádegismóum sé ekki undir milljarði króna. Það er nokkuð ljóst að enn hafa eigendur félagsins þurft að koma til hjálpar svo kaupin gætu átt sér stað.

Aðaleigandi Morgunblaðsins er Guðbjörg Matthíasdóttir, athafnakona í Vestmannaeyjum, sem rekur meðal annars Ísfélagið sem malar eigendum sínum gull. Hún á einnig hlut í fjölda annarra fyrirtækja sem eru mismunandi vel rekin. Þyngsti bagginn hefur þó væntanlega verið Árvakur þar sem vart hefur sést til sólar í rekstrinum um langt árabil.

Útgáfa Morgunblaðsins fékk um 100 milljónir króna af almannafé á síðasta ári sem útgáfustyrk.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -