Föstudagur 13. september, 2024
9.8 C
Reykjavik

Mogginn stal mynd af Degi og klippti í burtu vinina: „Ég var að borða epli, eldrauður í framan“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, er ósáttur vegna myndbirtingar Morgunblaðsins og þjófnaði blaðsins á mynd sem Dagur birti á Facebook-síðu sinni.

„Morgunblaðið er staðráðnara en nokkru sinni fyrr í að verða að atlægi og verður hlægilegra og hlægilegra með hverjum deginum. Í staðinn fyrir að leiðrétta (vísvitandi?) rangar fréttir sínar um orlofsmál í samræmi við hefðbundin vinnubrögð í blaðamennsku og siðareglur Blaðamannafélagsins nær hallærisgangurinn nýjum hæðum í blaði dagsins,“ skrifar Dagur á Facebook og vísar til þess að Mogginn tók mynd sem hann birti á Facebook um helgina, sjálfum sér og vinum sínum til skemmtunar „þar sem ég var að borða epli, eldrauður í framan, nýkominn í mark eftir Reykjavíkurmaraþonið. Ég notaði þau orð að fólk þyrfti að passa sig á að borða ekki epli á myndum og líkti sjálfum mér við teiknimyndahetjuna Shrek,“ skrifar Dagur.

Dagur B. Eggertsson, fyrrum borgarstjóri í Reykjavík

Hann segir að blaðamenn hafi klippt vini sína út af myndinni og birt hana án skýringa í dag með slúðurdálkinum Staksteinum þar sem, harkalega er veist að borgarstjóranum fyrrverandi. Við hlið Staksteina, sem gjarnan eru skrifaðir af Davíð Oddssyni, er teiknuð grínmynd með textanum Dagur í orlofi.

„Það á væntanlega að vera mér til háðungar. Óskaplega líður blaðinu illa. Er enginn fullorðinn með fullu viti sem vinnur þarna?“ spyr Dagur og segir að þetta sé því miður eitt af mörgu sem undirstrikar það niðurlægingarskeið sem þetta gamla blað sé að ganga í gegnum.

Guðbjörg Matthíasdóttir

„Aðstandendum Morgunblaðsins sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur,“ eru lokaorð Dags.
Morgunblaðið hefur undanfarið fjallað með óvægnum hætti um orlofsmál Dags. Aðaleigandi blaðsins er Guðbjörg Matthíasdóttir, auðkona í Vestmannaeyjum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -