Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Mögnuð ræða Alexöndru um hatursmál: „Fá­rán­leg­ar sam­særis­kenn­ing­ar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á borgarstjórnarfundi fyrr í dag ræddi Alexandra Briem um það bakslag sem orðið í málefnum trans fólks.

Nokkuð hefur verið um undanfarna mánuði og sérstaklega undanfarna daga að samtök og einstaklingar hafi verið að birta misvísandi og hatursfull skilaboð og áróður sem beinast gegn trans fólki. Alexandra Briem, borgarfulltrúi, ræddi þetta mál á borgarstjórnar fundi fyrr í dag.

„Umræða síðustu daga hef­ur verið erfið,“ sagði Al­ex­andra í upphaf ræðu sinnar á fundinum í dag. „Bak­slagið sem við höf­um verið að upp­lifa í rétt­inda­bar­áttu hinseg­in fólks hef­ur sprungið fram með offorsi sem ég hefði ekki átt von á að sjá. Upp­lýs­inga­óreiða, lyg­ar og rætn­ar per­sónu­leg­ar árás­ir. Ég hef séð mynd af mér í dreif­ingu á sam­fé­lags­miðlum með texta um að ég sé veik á geði, með vís­un til þess að ég sé trans, og umræðan sem fylgdi var ekki fal­leg, ég hlut­gerð og talað mjög illa um mig. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem ég hef upp­lifað svo­leiðis, en rætn­ara og per­sónu­legra en oft áður.“

Alexandra vill meina að þetta sé innflutt hatursmál. „Er­lend­is hef­ur verið unnið í því að ein­angra þau sem eru reið og upp­lifa sig af­skipt, ýta und­ir tor­tryggni og ýta þeim frá öll­um sem gætu komið með rétt­ar upp­lýs­ing­ar eða svarað fyr­ir þær ásak­an­ir sem í sam­sær­un­um fel­ast. Þegar það hef­ur tek­ist eru svo byggðar upp fá­rán­leg­ar sam­særis­kenn­ing­ar sem eng­in gætu ímyndað sér sem ekki eru inni í því upp­lýs­inga-svart­holi.“

„Við meg­um alls ekki leyfa þess­ari vit­leysu að dreifast til Íslands og ná hér fót­festu. All­ir stjórn­mála­flokk­ar hér hafa til þessa staðið sig í því hingað til að segja skýrt að þessi bar­átta muni ekki ná hér fót­festu, þeir muni ekki sigla á þau mið að sækja fylgi á kostnað jaðar­setts hóps og þeir muni ekki taka þátt í þeirri upp­lýs­inga­óreiðu og lyg­um sem haldið er á lofti. Það er ekki sjálf­gefið,“ sagði Alexandra um málið.

- Auglýsing -

Mbl.is greindi frá

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -