Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Möguleiki gufusprenginga og gjóskufalls í upphafi goss: „Þegar kvikubráðin nær upp í jarðsjóinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Lítið verið rætt um það, að minnsta kosti ekki út á við, hver áhrifin á jarðhitann verður ef og þegar kvikubráðin nær upp í jarðsjóinn. Svo ekki sé talað um við hverju megi búast nái kvikan til yfirborðs með gosi þar sem gnótt er af vatni í bergrunninum,“ ritar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar veltir hann fyrir sér um kvikuinnskotinu undir Svartsengi.

Einar telur líklegt að gos í Svartsengi verði með talsvert annarri birtingamynd en eldgosin þrjú sem hafa verið í Geldingadölum, þá helst í fyrsta fasa þess.

„Ekki er að finna jarðhita í Fagradals-eldstöðvakerfinu. Jarðsjórinn sem einkennandi er í berggrunni Reykjanesskagans nær ekki þar inn, a.m.k. ekki undir Fagradalsfjall,“ útskýrir Einar og bendir á að gosið í mars 2021 hafi verið flæðigos og því engar gufusprengingar né gjóskufall – sem eru afleiðingar þegar kvika kemst í snertingu við vatn.

„Lóðrétt kvikustreymi eða „kvikukoddinn“, sem nú mælist í næsta kerfi, það er Eldvörpum- Svartsengi mun væntanlega fyrr en síðar ná upp í jarðsjóinn sem vissulega er mjög heitur fyrir og líka grunnurinn að jarðhitavirkjuninni í Svartsengi,“ skrifar Einar.

Einar útskýrir því næst að vinnsluholur Svartsengis, sem er flestar á milli 400 og 1.900 metra djúpar, sýni að ofan á jarðsjónum liggi þunnt lag af ferskvatni, sem einnig er dælt upp.

Hér að neðan má sjá færslu Einars í heild:

- Auglýsing -

 

Sjá tengdar fréttir:

Hætta á eldgosi í dag: „Ansi hrædd­ur um að við séum kom­in ná­lægt því“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -