Laugardagur 23. nóvember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Mona Lisa Afríku loksins til sýnis

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Málverk sem stundum hefur verið kallað Mona Lisa Afríku hangir nú uppi á listasýningunni ART X Lagos.

Málverkið Tutu eftir nígeríska listmálarann Ben Enwonwu, sem hefur stundum verið kallað Mona Lisa Afríku, var sýnt um helgina á sýningunni ART X Lagos í Nígeríu.

Þetta er í fyrsta sinn sem verkið er sýnt síðan það komst í leitirnar í fyrra eftir að hafa verið týnt í rúmlega 40 ár. Verkið hafði þá hangið uppi í íbúð í London í öll þessi ár en engar upplýsingar voru til um hvar verkið væri niðurkomið eða hver eigandinn væri. Þegar verkið fannst var það sett á uppboð og seldist á upphæð sem nemur um 194 milljónum króna. Þessu er sagt frá á vef CNN.

Þess má geta að verkið var málað árið 1974. Verkið var hluti af seríu sem samanstendur af þremur málverkum, hin tvö verkin eru enn þá týnd.

Verkið var málað árið 1974.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -