Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Morðið á Armando: Skotinn 9 sinnum – 4 handteknir í viðbót og húsleitir víða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fjóra og framkvæmdi húsleit á sex stöðum í umdæminu og utan þess í morgun. Tengjast aðgerðirnar rannsókn á hrottalegu og kaldryfjuðu morði Armando Beqirai, í Rauðagerði í síðasta mánuði.

Skömmu fyrir miðnætti, sunnudaginn 14. febrúar, lagði Armando bíl sínum inn í bílskúr og á sömu stundu og hann var að ganga að útidyrunum er talið að bíl hafi verið ekið framhjá húsinu og þaðan hafi hverju byssuskotinu á fætur öðru verið hleypt af. Samkvæmt heimildum Mannlífs hæfðu kúlurnar Armando í bak, háls og höfuð en aðrar misstu marks. Á vettvangi fannst Armando liggjandi í blóði sínu og var reynt endurlífgun og hann fluttur á spítala.

Armando komst aldrei til meðvitundar og var hann úrskurðaður látinn á Landspítalanum stuttu eftir komu þangað.

Í bráðabirgðaskýrslu réttarmeinafræðings vegna, kemur fram að hann hafi hlotið níu skotáverka, meðal annars í höfuð, bol og lífsnauðsynleg líffæri. Þá fundust níu skothylki á vettvangi glæpsins.

Lesa má nánar um málið hér

Búast má fljótlega við annarri tilkynningu frá lögreglu vegna fyrrnefndra aðgerða þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -