Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Morðið í Rauðagerði: Einn úrskurðaður í farbann

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á að einn þeirra sem situr í gærsluvarðhaldi vegna rannsóknar á morðinu hrottalega í Rauðagerði sæti jafnframt farbanni. Í dag var viðkomandi úrskurðaður í átta daga farbann.

Farbannið tengist rannsókn á morðinu í Rauðagerði í síðasta mánuði. Viðkomandi hefur setið í gæsluvarðhaldi og átti varðhaldið að renna út næstkomandi miðvikudag.

Svona hljóðar tilkynning lögreglunnar vegna farbannsins:

„Einn var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í átta daga farbann, eða til þriðjudagsins 9. mars, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á manndrápi í austurborginni í síðasta mánuði. Viðkomandi hafði áður setið í gæsluvarðhaldi og átti það að renna út nk. miðvikudag. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -