Byssan sem Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, var drepinn með er komin í leitirnar, að því er fram kemur á vefsíðu Aftonbladet.
Ríkissaksóknari í Svíþjóð ætlar að kynna niðurstöður rannsóknar embættisins á morðinu á Palme næstkomandi miðvikudag. Í vetur sagðist ríkissaksóknarinn búa yfir vitneskju um hver hefði myrt forsætisráðherrann og að hann hefði í hyggju að opinbera nafn viðkomandi.
Palme var skotinn til bana þegar hann var á leið úr kvikmyndahúsi með eiginkonu sinni í miðborg Stokkhólms í febrúar árið 1986. Tveimur árum síðar var smáglæpamaður að nafni Christer Pettersson fundinn sekur um morðið en dómurinn var seinna felldur í gildi. Morðið á Palme hefur því aldrei verið uppýst.