Fimmtudagur 2. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

„Mörgum finnst fyndið að ég sé að sprikla í jólabókaflóðinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kári Valtýsson lögfræðingur gefur nú út sína aðra bók, Heift. Bókin er sjálfstætt framhald Hefnd sem kom út í fyrra og báðar eru bækurnar vestrar byggðir á sagnfræðilegum heimildum.

 

„Þú átt að geta tekið Heift upp og komist hratt inn í söguna en þetta eru sömu karakterar í báðum bókum. Upphaflega gekk ég með tvær bækur í maganum og ég var búinn að vinna heimildarvinnu fram yfir tímabilið sem fyrri bókin spannar. Síðan krossaði ég fingur um að Hefnd gengi vel, sem hún svo gerði,“ segir Kári og þakkar Tómasi, útgefanda hjá Sögum, fyrir að hafa verið hugrakkur og séð möguleika í íslenskum sagnfræðilegum vestra.

Vestrinn Heift.

„Góð spurning, það atvikast kannski af sagnfræðilegum áhuga almennt og ekki síst þessu tímabili þegar Íslendingar tóku sig upp og fluttu búferlum til Kanada,“ segir Kári aðspurður um af hverju hann fór óhefðbundna leið og skrifaði vestra. „Bókin er söguleg skáldsaga. Persónan rambar inn í sögufræga bardaga og fleira. Þetta er nördaskapur hjá manni og áhugi á slíkum bókmenntum.“

Kastar ekki lögfræðinni fyrir róða

„Það kom aldrei annað en lögfræðin til greina þegar ég var í skóla og var að ákveða frekara nám og starf, ég er heillaður af henni og lögfræðistörfum. Ég reyni að sinna ritstörfunum samhliða þó að það sé stundum erfitt, en það hvarflar ekki að mér að varpa lögfræðinni fyrir róða.“

„…það hvarflar ekki að mér að varpa lögfræðinni fyrir róða.“

En hvað er þetta með lögfræðinga sem gerast líka rithöfundar, saman ber Ragnar Jónasson og John Grisham? „Þetta er rannsóknarefni út af fyrir sig, ég get illa svarað þessu. Hvað mig varðar þá er mikið grúsk í minni vinnu, sem ég hef gaman af og smáatriði sem ég þarf að passa upp á að séu rétt. Ragnar er í allt öðru, en mjög nákvæmur í sínum skrifum og maður finnur að hann hefur unnið sína heimildarvinnu vel.“

- Auglýsing -

Kári er byrjaður á þriðju bókinni og er hún að hans sögn hefðbundnari, glæpasaga sem gerist í nútímanum. „Núna er ég bara að skoða hvernig löggan vinnur, þetta verður norrænn hrottalegur krimmi.“

Auk þess að sinna störfunum tveimur þá er Kári giftur og á þrjú ung börn en það þriðja fæddist í mars. Hvernig finnst fjölskyldu og vinum rithöfundastarfið? „Mörgum finnst fyndið að ég sé orðinn einn af þeim sem er að sprikla í jólabókaflóðinu. Flestir sem þekkja mig vel hafa neyðst til að lesa allt sem ég hef skrifað síðustu 10 ár en enginn viljað gefa út og eru örugglega dauðfegnir að þetta hafi nú skánað eitthvað,“ segir Kári og hlær. „Sjálfum finnst mér það ákveðin forréttindi að fá að vera með, þó mér finnist það enn svolítið súrrealískt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -