Föstudagur 15. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Mótmæli á Austurvelli vegna aðfarar að blaðamönnum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Fjölmennum á Austurvöll og sýnum samstöðu með frjálsum fjölmiðlum. Að lögreglan á Norðurlandi Eystra skuli kalla til yfirheyrslu fjölmiðlafólk fyrir gagnrýna umfjöllun með erindi til almennings er óásættanleg skerðing á tjáningarfrelsi,“ sagði í fundarboðinu.

Ungliðahreyfingar Pírata, Samfylkingar, Sósíalista, Viðreisnar og Vinstri grænna boðuðu til mótmæla á Austurvelli í dag.

Margmenni var við mótmælin á Austurvelli klukkan 14 í dag sem og á Ráðhústorginu á Akureyri, þrátt fyrir mikinn kulda. Fjölmargir tóku til máls, þar á meðal Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, Auður Jónsdóttir, rithöfundur og einnig mátti sjá Kristinn Hrafnsson, ritstjóra Wikileaks.

Kristinn tók til máls á mótmælafundinum. Þar fór hann um víðan völl og gagnrýndi harðlega ýmsa sem hafa komið að málinu, þá sérstaklega Sjálfstæðismenn. Líkti hann meðal annars Brynjari Níelssyni, aðstoðarmanni dómsmálaráðherra, við tjóðraðan hund sem urraði og gelti að öllum.

„Og ég ætla nú ekki einu sinni að nefna með nafni aðstoðarmann hans [dómsmálaráðherra] sem þótti ekki einu sinni nógu góður af flokknum til að starfa á þingi og hefur nú verið tjóðraður við staur í túnfæti dómsmálaráðuneytisins hvar hann urrar og geltir að gestum og gangandi eins og vitfirringur,“ sagði Kristinn.

Eins og fram hefur komið hefur Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, boðað fjóra blaðamenn til yfirheyrslu. Þeir hafa stöðu sakbornings í því máli sem til rannsóknar er.

- Auglýsing -

Óljóst hvað er verið að rannsaka

Málið, sem er að ýmsu leyti óskýrt, virðist tengjast meintu hvarfi á farsíma Páls Steingrímssonar skipsstjóra hjá Samherja hvar ætlað er að hafi verið að finna gögn sem sýna að hin svokallaða Skæruliðadeild Samherja hafi haft uppi meðal annars áform um að grafa undan trúverðugleika blaðamanna sem fjölluðu um Samherjaskjölin, umsvif sjávarútvegsfyrirtækisins í Namibíu.

Þetta leiddi svo til fréttaflutnings af aðgerðaráætlunum téðrar skæruliðadeildar í fréttum sem fyrst birtust á Kjarnanum og í Stundinni en voru svo teknar upp á flestum miðlum öðrum.

Kæra Aðalsteins þingfest í héraðsdómi í morgun

„Minn umbjóðandi hefur hug á að fá niðurstöðu í þetta mál áður en tekin verður af honum skýrsla og það er vonandi þannig að það verði búið að úrskurða um þetta áður en að skýrslutökunni kemur,“ segir Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður Aðalsteins í hádegisfréttum útvarps.
Krafa Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns um úrskurð um lögmæti skýrslutöku lögreglu í tengslum við svonefnt skæruliðamál Samherja var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í morgun. Lögregla fær frest til að skila greinargerð um málið.

Aðalsteinn er einn fjögurra blaðamanna sem fengið hafa réttarstöðu sakbornings í máli lögreglunnar á Norðurlandi eystra vegna meintra brota gegn friðhelgi einkalífs í tengslum við umfjöllun fjölmiðla um svonefnda „skæruliðadeild“ útgerðarfélagsins Samherja.

- Auglýsing -

Aðalsteinn sem er blaðamaður á Stundinni,  Þóra Arnórsdóttur, ritstjóri Kveiks, Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Kjarnanum, hafa öll réttarstöðu sakbornings og hafa verið boðuð í skýrslutöku á morgun, mánudag. Því er ekki langur tími til stefnu til að fá úrskurð um lögmæti skýrslutökunnar.

Kristinn Hrafnsson, ritstjóra Wikileaks frá hægri.
Mótmæli á Austurvelli vegna aðfarar að blaðamönnum.
Auður Jónsdóttir, rithöfundur
Auður Jónsdóttir, rithöfundur
Mótmæli á Austurvelli vegna aðfarar að blaðamönnum.
Mótmæli á Austurvelli vegna aðfarar að blaðamönnum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -