Mánudagur 27. janúar, 2025
-1.2 C
Reykjavik

Mótmæli Sólveigar sögð efla veitingastaðinn Finnsson – Stóraukin aðsókn og sumir koma oft í viku

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fullyrt er að aðsókn á veitingastaðinn Finnson Bistro í Kringlunni hafi stóraukist eftir að stéttarfélagið Efling hóf að mótmæla við staðinn og vara viðskiptavini við að skipta við staðinn. Mótmælin snúast um það að Óskar Finnson veitingamaður og hans fólk er eitt þeirra fyrirtækja sem samþykkir tilverurétt verkalýðsfélagsins Virðingar og býður sínu starfsfólki að starfa undir samþykki þess félags og sniðganga þannig Eflingu.

Sólveig Jónsdóttir formaður heldur því fram að hið nýja félag sé gervistéttarfélag sem starfi í þágu atvinnurenda. Sólveig Anna ræddi málið þar sem hún sagði að um væri að ræða félag sem var stofnað af atvinnurekendum til að hafa af fólki laun. Sólveig sagði Eflingu hafa fengið veður af því að starfsfólk Finnson hafi verið skráð í Virðingu.

Tíðindafólk Mannlífs mætti á Finnson í hádeginu á föstudaginn í liðinni viku. Við pöntuðum karfa af matseðli. Staðurinn var troðfullur af gestum og ekkert bólaði á mótmælendum. Þjónn sem gekk um beina á staðnum upplýsti aðspurður að aðsóknin hefði aukist við aðgerðirnar. Dæmi væru um að viðskiptavinir kæmu nokkrum sinnum í viku til að snæða og láta í ljósi stuðning sinn við eigendur og starfsfólk. Þjónninn sagðist vera í Eflingu, enda væri ekki þrýst á starfsmenn að fara í hið nýja félag. Hann sagðist vera ósammála aðgerðum Eflingar og styddi þá stefnu eigendanna að hringja á lögregluna þegar Sólveig og félagar hennar birtast með gjallarhornið.

Þjónninn segist halda sig við Eflingu til að verja áunnin réttindi sína eftir að hafa verið í félaginu um langt árabil. Finnson hefði alltaf staðið við gerða kjarasamninga við sig og engin ástæða til refsiaðgerða gagnvart staðnum.

Tekið skal fram að heimsóknin á Finnson var ekki gefin upp sem fréttaöflun og þjónninn ræddi við okkur eins og hverja aðra viðskiptavini. Karfinn reyndist vera ágætur og verðið á honum skikkanlegt.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -