Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Mótorhjól hans var sprengt: „Ég brenndist illa á fótum og höndum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Í átökum á milli Hamas og eins hópsins slasaðist ég þegar ég var staddur fyrir utan heimili mitt hjá mótorhjóli sem ég átti. Ég var bara að koma heim til mín þegar skot hæfði bensíntank hjólsins með þeim afleiðingum að hann sprakk og ég brenndist illa á fótum og höndum,“ segir Iyad Alkafarna, þrítugur palenstínskur flóttamaður, var fórnarlamb sprengingar sem hlaust af átökum á milli Hamas og annars hóp innan Gaza.

Átök sem þessi eru ekki óalgeng, það er ekki einungis árásir frá Ísrael sem ógna lífi fólks á svæðinu heldur einnig átök Hamas og annarra hópa innan Gaza. Iyad er í einkaviðtali við Mannlíf í dag, hér má nálgast viðtalið í heild sinni.

Brenndist mjög illa

Svona atvik, eins og sprengingin, þykja bara eðlileg á þessu svæði sem þau eru auðvitað alls ekki.

„Ég á þrjú ung börn og eiginkonu og ég get ekki boðið þeim upp á öryggi í neinum skilningi, á Gaza. Börn eiga ekki beint góða framtíð þarna þó svo að þau láti ekki lífið í stríðinu sem geisað hefur með reglulegu millibili í 74 ár“.

 

- Auglýsing -
Hér má sjá ör á fótum Iyads eftir að skotið var á bansíntank mótorhjólsins hans, sem sprakk í kjölfarið

 

Hendur Iyads eru eins og fæturnir, ásamt því að brot efti sprenginguna sitja föst undir húð hans

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -