Guðmundur Ingi Guðbrandsson, ráðherra vinnumála, gerði tilraun til þess að verða munkur á yngri árum. Hann upplýsti þetta í Segðu mér, þætti Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur á RÚV. Guðmundur, sem gjarnan er kallaður Mummi, hélt í þessu skyni til Þýskalands þar sem hann fékk inni í klaustri hjá munkum af Benedictureglunni. Það er oft stutt í húmorinn hjá Guðmundi sem sagði að samkynhneigð hans kæmi málinu ekkert við. Hann kunni vel við sig í klaustrinu nema þann hluta að hann var látinn pússa krossa vikum saman. Svo bráði af honum og hann sneri aftur heim til Íslands þar sem hann hefur komist til hárra metorða …