Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Mun færri plastflöskur á Alþingi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þingmönnum og starfsfólki Alþingis hefur tekist að draga verulega úr notkun á einnota plastflöskum.

Í október í fyrra fékk Alþingi viðurkenningu verkefnisins Græn skref í ríkisrekstri fyrir innleiðingu á fyrsta Græna skrefinu.

Með innleiðingu á ákvenum aðgerðum í umhverfismálum hefur þingmönnum og starfsfólki Alþingis tekist að fækka plastflöskum um 2.500 árlega.

Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar. Þar segir meðal annars: „innkaup á sódavatni í einnota plastflöskum hafa dregist saman um 87%. Þingmenn og aðrir starfsmenn nota nú sódavatnsvél og fylla á margnota flöskur sem Alþingi gaf þeim. Þessi aðgerð fækkar einnota plastflöskum um u.þ.b. 2.500 árlega.“

Þá hefur starfsfólki Alþingis tekist að draga verulega úr þeim fjölpósti sem berst í Alþingi.

„Í hverjum mánuði bárust um 40 kg af fjölpósti til Alþingis sem jafngildir um hálfu tonni af pappír árlega. Hluti póstsins var innpakkaður í plast. Forsætisnefnd ákvað að draga úr móttöku á fjölpósti til þingmanna og innleiddi stefnu þess efnis í desember s.l. Nú er einungis tekið á móti átta eintökum af skýrslum (einni fyrir hvern þingflokk) og fjórum eintökum af blöðum. Óskað var eftir því að blöð og skýrslur væru ekki pakkaðar í plast og að þingmenn fengju í staðinn sendan hlekk á skýrslur.“

Þá kemur einnig fram að starfsmenn og þingmenn hafi einnig tekið upp á því að hjóla og ganga í vinnuna í auknum mæli.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -