Fimmtudagur 23. janúar, 2025
1.6 C
Reykjavik

Mun taka nokkur ár til viðbótar að endurvinna traust

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hlutabréfamarkaðurinn hefur tekið miklum breytingum á undanförnum mánuðum þótt hann sé enn að jafna sig eftir bankahrunið.

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir góðan mælikvarða á endurreisn íslenska hlutbréfamarkaðarins vera nýlega úttekt FTSE á markaðnum. Núverandi staða hleypir íslenska markaðnum inn í vísitölukerfi FTSE, bresku hlutabréfavísitöluna þar sem yfir 100 stærstu fyrirtækin eru skráð í Kauphöllinni í London.

Eigum að stefna á fyrsta flokks
Í flokkunarkerfi FTSE eru fjórir gæðaflokkar. „Við lendum í fyrsta kastinu í þeim neðsta en uppfyllum jafnmörg skilyrði og markaðir sem eru í næstefsta flokki,“ segir Páll og bætir við að við séum í seilingarfjarlægð frá því að komast í næstefsta flokk. Páll segir að við eigum að stefna á að komast í fyrsta flokk á næstu fimm til tíu árum.

Dómstólar leiðbeina
Varðandi umbætur á markaðnum eftir hrun bendir Páll á að gerðar hafi verið umbætur á lagaumhverfinu og dómstólar spili líka þar inn í, „… svo hafa fallið dómar sem segja okkur með óyggjandi hætti hvað má og hvað ekki og hverjar afleiðingarnar eru af því að fara út fyrir þá línu,“ segir hann en það kosti þolinmæði að byggja aftur upp traust og það muni líklega taka einhver ár í viðbót að endurheima það.

Páll Harðarson var gestur Þórðar Snæs Júlíussonar í þættinum 21 á Hringbraut.

Gjörbreyting frá því sem áður var
Breytingar eru að verða núna. „Síðustu tólf til átján mánuði höfum við verið að sjá ákveðnar breytingar eftir að gjaldeyrishöftin voru afnumin. Á þessum tíma höfum við séð fimm fyrirtæki afla sér 30 milljarða króna á markaði til kaupa á öðrum fyrirtækjum. Þetta er gjörbreyting frá því sem áður var.“

Páll horfir nú meðal annars til ferðaþjónustufyrirtækja, orkufyrirtækja, sjávarútvegsfyrirtækja og, síðast en alls ekki síst, bankanna. Páll vonast til þess að Íslandsbanki og Landsbankinn muni fyrr eða síðar verða skráðir á markaðinn og sömuleiðis segist hann spenntur fyrir því að sjá orkufyrirtæki á aðallista.
– lb/þsj

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -