Sunnudagur 5. janúar, 2025
-11.2 C
Reykjavik

Munaðarleysingjar og morðóður trúður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikarinn og rithöfundurinn Ævar Þór Benediktsson hefur sent frá sér fjölda barnabóka, nú síðast bókina Ofurhetjuvíddin sem kom út í maí og léttlestrarbækurnar Þín eigin saga: Búkolla, og Þín eigin saga: Börn Loka. Það er því áhugavert að sjá hvaða bækur hafa haft áhrif á Ævar.

 

IT eftir Stephen King


„Þegar ég var 14 ára gamall bað frændi minn, Þórarinn Hjörtur Ævarsson, mig um að geyma bókasafnið hans. Meðal bókanna leyndust ótalmargar bækur eftir Stephen King á frummálinu, en á þessum tíma var ég einmitt við það að klára allar íslensku þýðingarnar á verkum hans. Þegar ég hugsa til baka er þó ein bók umfram aðrar sem situr mest í mér; IT. Ekki bara vegna þess að hér er á ferðinni æðisleg hrollvekja (ég las hana aftur í fyrrasumar, bara til að vera viss), heldur er Aumingja-klúbburinn meðal nokkurra af bestu persónum Kings. Þetta er bókin sem kenndi mér að ef þú ætlar að láta eitthvað hræðilegt koma fyrir persónurnar þínar, má okkur lesendunum ekki standa á sama um þær.“

Lemony Snicket’s a Series of Unfortunate Events – eftir Lemony Snicket

„Hér er ég að svindla með því að nefna 13 bóka flokk, en ekki bara eina bók. Fáar bækur hafa haft jafnmikil áhrif á skrifstíl minn og bækurnar í þessum merka bókaflokki. Bókaflokkur er orð sem hér þýðir: ,,Þrettán bækur sem fjalla um þrjú munaðarlaus systkini sem lenda í ömurlegum aðstæðum sem verða svo bara verri, sérstaklega vegna þess að afar myndarlegur greifi er að reyna að hafa hendur í hári þeirra.“ Fyrstu bækurnar voru meistaralega þýddar á íslensku og kallaðar ,,Úr bálki hrakfalla“, en þegar hætt var að gefa þær út hér heima varð ég að finna þær á ensku. Því miður er vandamálið um hálfþýdda bókaflokka enn við líði í dag.“

Mynd / Aldís Pálsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -